Yfirlýsing frá stjórn Bálfarafélags Íslands

19.JANÚAR 2022

Birt á vefsíðu félagsins og sent á fjölmiðla

Stjórn Bálfarafélags Íslands fordæmir vinnubrögð Dómsmálaráðuneytisins vegna lagabreytingartillögu sem ráðuneytið setti inn á Samráðsgátt stjórnvalda í síðustu viku, þar sem á að fjarlægja ákvæði um Bálfarafélag Íslands úr lögum.

Dómsmálaráðuneytið er með erindi á sínu borði frá Bálfarafélagi Íslands, dagsettu 4.nóvember 2021, en í stað þess að taka á og leysa úr því máli er lögð fram lagabreytingartillaga á þeim lögum sem málið varðar og það án þess að láta stjórn Bálfarafélagsins vita.

Þann 6.júlí 2021 var Bálfarafélag Íslands endurvakið, en slíkt félag starfaði á árunum 1934-1964 og varð til þess að fyrsta og eina bálstofa landsins var sett á laggirnar, Bálstofan í Fossvogi. Það voru áhugamenn um bálstofur og miklir frumkvöðlar sem stóðu að stofnun þess félags og unnu mikilsverða vinnu til að gera bálstofu á Íslandi að veruleika. Nánar má lesa um sögu þess á www.balfarafelag.is

Félagið var lagt niður árið 1964 vegna þess að ekki var rekstrargrundvöllur fyrir rekstri félagsins og ekki þótti tilefni til að halda því gangandi þar sem tilgangi félagsins hafði verið náð á þeim tímapunkti.

Nú er upprunaleg bálstofa komin til ára sinna og þörf á nýjum ofni og nútímalegri aðstöðu sem tekur mið af breyttum þjóðfélagsaðstæðum.

Fundargerðarbók félagsins var afhent Þjóðskjalasafni Íslands þann 15.maí 1964 til varðveislu á sögu bálfara á Íslandi og tekið var fram að ,,Verði síðar stofnað félag í því skyni að vinna að framgangi bálfara hér á landi, er Þjóðskjalasafninu í sjálfsvald sett, hvort það afhendir slíku félagi fundabókina”.

Bálfarafélag Íslands sem endurvakið var í júlí sl. er með sömu markmið og bálfarafélagið eldra. Á kynningarfundi þann 23.september 2021 mætti fulltrúi Þjóðskjalasafns Íslands með fundargerðarbókina til sýnis. Í október fékk Bálfarafélag Íslands svo fundargerðarbókina afhenta á rafrænan hátt, enda var talið best að upphaflega eintakið væri best varðveitt hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

Tilgangur þess að endurvekja félagið er að styðja við stofnun óháðrar bálstofu fyrir alla Íslendinga, eiga sæti í kirkjugarðsstjórn Reykjavíkurprófastsdæma og gefa þar með almenningi rödd þegar kemur að málefnum sem snúa að okkar hinstu kveðjustund.

Lög 36/1993 taka fram í tveimur greinum að fulltrúar Bálfarafélags Íslands eigi annarsvegar að eiga sæti í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og hinsvegar að samráð skuli haft við Bálfarafélag Íslands vegna breytinga á reglugerðum um líkbrennslu.

Taka ber eftir að þessi lög eru sett 29 árum eftir að hið upprunalega félag var lagt niður, en löggjafinn gerir ráð fyrir því að slíkt félag geti verið til og eigi þá að eiga aðgengi að þeim vettvangi sem stjórn kirkjugarðanna sé.

Í stað þess að taka á málinu eins og ráðuneytinu ber að gera fer það bakdyraleið til þess að koma Bálfarafélagi Íslands úr lagastafnum. Það er gert án þess að láta stjórn félagsins vita, þrátt fyrir að ráðuneytið sé sannanlega með erindi frá Bálfarafélagi Íslands á borði ráðuneytisins.

Stjórn Bálfarafélags Íslands fordæmir þessi vinnubrögð og óskar eftir svörum frá ráðherra Dómsmálaráðuneytisins, Innanríkisráðherra, og ráðuneytisstjóra um:

 1. Hvaðan frumkvæðið að ráðgerðri lagabreytingu komi?
 2. Hvaða tilefni eru til lagabreytingarinnar og á hvaða hátt hafa forsendur hennar frá setningu laganna árið 1993 breyst?
 3. Hvers vegna var stjórn Bálfarafélags Íslands ekki gert viðvart um fyrirhugaða lagabreytingu?

Stjórn Bálfarafélags Íslands,

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, Halla Kolbeinsdóttir, Berglind Sigurjónsdóttir, Lilja Baldursdóttir og Sigurjón Már Guðmannsson

Tímalína málsins

 1. febrúar 1934. Bálfarafélag Íslands stofnað.
 1. júlí 1948. Bálstofan í Fossvogi tekin í notkun. 
 1. apríl 1964. Bálfarafélagi Íslands slitið.
 1. maí 1964. Þjóðskjalasafni afhent fundargerðarbók Bálfarafélags Íslands með því fororði að það megi afhenda nýju Bálfararfélagi bókina verði slíkt stofnað síðar. 
 1. maí 1993. Lög 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu taka gildi á Alþingi. Í þessum nýju lögum er m.a. tekið fram að Bálfarafélag Íslands skuli eiga sæti í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur prófastdæma, ef félaginu sé að skipta og að samráð sé haft við félagið um reglugerðarbreytingar er varða líkbrennslu.
 1. júlí 2021. Bálfarafélag Íslands endurvakið og tilkynnt um stofnunina til RSK. 
 1. ágúst 2021. Dómsmálaráðuneytinu tilkynnt um endurvakningu Bálfarafélags Íslands með vísan í lög 36/1993. 
 1. september 2021. Erindi sent til stjórnar KGRP um að fá sæti í stjórninni á grundvelli 3.málsl. 1.mgr. 9.gr. laga 36/1993.

   23.september 2021. Kynningarfundur um Bálfarafélag Íslands hið eldra og nýendurvakta. 

 1. nóvember 2021. Erindi frá forstjóra KGRP barst Sigríði Bylgju, formani Bálfarafélags Íslands, þar sem félaginu er neitað um inngöngu á grundvelli þess að: 

  Samþykkt að hafna ósk Sigríðar á þeirri forsendu að þetta sé ekki það sama félag og vísað er til í 1.mgr. 9.gr. og reyndar einnig 2.mgr. 50.gr. kirkjugarðalaganna.  Nýstofnað Bálfararfélag Íslands hefur enga tengingu við Bálfararfélag Íslands sem stofnað var 6. febrúar 1934 og starfaði á árunum 1934 til 1964 en hefur reyndar aldrei verið formlega slitið. Var forstjóra KGRP falið að tilkynna Sigríði um þessa niðurstöðu.

 1. nóvember. Bálfarafélag Íslands mótmælir neitun KGRP á inngöngu í stjórn og fer þess á leit við Dómsmálaráðuneytið að það hlutist til um að Bálfarafélag Íslands fái sitt sæti sem það eigi rétt á skv. lögum 36/1993.
 1. nóvember. Nýr ráðherra tekur við lyklavöldum í Dómsmálaráðuneytinu. Jón Gunnarsson tekur við sem Innanríkisráðherra. 
 1. janúar 2022 eru drög að frumvarpi til laga á breytingum laga 36/1993 sett inn á Samráðsgátt stjórnvalda, þar sem á að fella greinar um Bálfarafélag Íslands úr lögunum.